Hve mörg orð eru til?

Þegar talað er um orðaforða er gott að vita hve mörg orð nemendur kunna og þurfa að læra. Þegar talað eru um rituð orð er það safn skrifaðra stafa sem aðgreindir eru með auðu bili til dæmis epli, hvað, raðhús, sjá. Samkvæmt sömu skilgreiningu eru orðin sjá, sá, sjáum, séð, sástu, sjáandi mismunandi orð. Þegar orð eru hins vegar skilgreind í rannsóknum er yfirleitt talað um orðafjölskyldur og þá er vísað til grunnorðsins og beyginga þess.

Þegar talað er um að nemendur læri 3000 orð á ári er miðað við orðafjölskyldur. Ein orðafjölskylda er þá til dæmis orðið sjá og allir beygingarþættir þess. Einnig eru orð eins og lykill sem hefur margar merkingar talið sem eitt orð.

Grunnorðaforði er á milli 3000-5000 orð. Meðalnemandi kemur í skólann með frekar fátæklegan lestrarorðaforða. Fræðimenn telja að góður lesandi læri um 3000 ný orð á ári og þeir nemendur sem eiga í erfiðleikum með lestur eða eiga við námsvanda að stríða af öðrum ástæðum séu líklegri til að læra mun færri orð.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
Graves, M.F. (2006). The Vocabulary Book: Learning and Instruction. New York: Teachers College Press.