Hvaða orð á að kenna?

Val á orðaforða eða hugtökum
Það er hlutverk nýbúakennara að fylgja því eftir að nemendur fái endurtekningu og þjálfun sem er nauðsynleg og tryggja að námsefni sé aðlagað. Þess vegna þurfa markmiðin að vera skýr hjá bekkjarkennurum.


Val á orðum fyrir nemendur sem læra annað mál er ólíkt orðaforða nemenda sem eru einungis að læra móðurmálið. Kennarar þurfa þjálfun í að finna út hvaða orðaforða nemendur með annað mál þurfa að læra. Við getum ekki bara treyst á innsæið og hvað okkur finnst, eins og við virðumst að nokkru leyti geta gert með móðurmálið.


Val á orðum þarf að vera markvisst því tíminn er naumur fyrir nemendur. Vandinn er hins vegar sá að skortur er á áreiðanlegum rannsóknum á því hvaða orð þetta eru nákvæmlega. Rannsóknir á orðaforða móðurmálsins eru einu heimildirnar sem til eru og við getum stuðst við.


Velja þarf: a) orð sem nemendur læra ekki af sjálfsdáðum, b) orð sem koma oft fyrir í texta og í talmáli, c) orð sem koma oft fyrir í texta þvert á innihald og eru lykilorð í textanum og d) orð sem hægt er að skilgreina út frá hugtökum sem nemendur hafa yfir að ráða.
Kenna þarf flókinn orðaforða auk grunnorðaforða. Vitað er að flókinn orðaforði frekar en grunnorðaforði knýr áfram frekara nám. Flókinn orðaforði er sá orðaforði sem finnst í rituðu máli (vel skrifuðum frásögnum, útskýringartextum) og talorðaforði þroskaðra einstaklinga.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
Roessingh, H. Elgie, S. (2009). Early Language and Literacy Development Among Young English Language Learners: Preliminary Insights from a Longitudinal Study. TESL Canada Journal. 26: 2.
August, D., Carlo, M., Dressler, C., & Snow, C. (2005). The critical role of vocabulary development for English language learners. Learning Disabilities Research & Practice, 20(1), 50–57.
Karmiloff, K. & Karmiloff-Smith, A. (2001). Pathways to Language. From fetus to adolescent. Cambridge: Harvard University Press.
Beck, I., McKeown, M. & Kucan, L. (2002). Bringing words to life: Robust vocabulary instruction. New York: The Gilford Press.
Taffie, S. W., Blachowicz C. L. Z., og Fisher, T. J. (2009). Vocabulary Instruction for Diverse Students. Í Morrow, L.M., Rueda, R. og Lapp, D. (ritstjórar), Handbook of Research on Literacy and Diversity, 320-336. New York: The Guilford Press.