Skilgreining á þremur lögum orðaforðans

Beck, I., McKeown, M. & Kucan, L. (2002) hafa skilgreint þrjú lög orðaforðans.

1. Í fyrsta laginu er grunnorðaforði. Það eru orð sem notuð eru í daglegu talmáli. Orðatiltæki og daglegur orðaforði eins og „gerðu upp hug þinn“ eða „fyrir langa löngu“ eru líka orð sem tilheyra fyrsta lagi.

Innfæddir kunna þessi orð yfirleitt við upphaf skólagöngu.

Nemendur með annað mál kunna gjarnan svipuð orð á móðurmálinu og því þarf að yfirfæra þekkinguna á nýja málið.

2. Í öðru laginu eru orð sem koma oft fyrir í máli þroskaðra málnotenda en einnig í ritmáli.
3.

Í þriðja laginu eru orð sem koma sjaldan fyrir og eru innan sérsviða, til dæmis orð í líffræði.


Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
August, D., Carlo, M., Dressler, C., & Snow, C. (2005). The critical role of vocabulary development for English language learners. Learning Disabilities Research & Practice, 20(1), 50–57.
Beck, I., McKeown, M. & Kucan, L. (2002). Bringing words to life: Robust vocabulary instruction. New York: The Gilford Press.