Við 18 ára aldur hefur meðalnemandi um 50.000 lestrarorð. Þessar tölur vísa til orðafjölskyldna. Orðatiltæki eru ekki talin með. Tölurnar eru miðað við meðalnemanda eða nemanda sem er aðeins yfir meðalgetu.
Þetta þýðir að nemendur þurfa að læra hátt í 50.000 orð í grunnskóla. Það að þetta eru miklu fleiri orð en við getum nokkur tíma kennt er ekki röksemd fyrir því að við eigum ekki að kenna orðaforða. Bæði kennsla einstakra orða og kennsla sem eflir getu barna og tilhneigingu til að læra orð á eigin spýtur er fyrirhafnarinnar virði.
Rannsóknir sýna að hægt er að kenna nemendum sem læra annað tungumál um 1000-1500 ný orð á ári.