Sex eftirfarandi atriði þarf að hafa í huga til að styðja nemendur og kennara í að fókusa á það sem skiptir máli:
- Kennarar þurfa að ákveða mikilvægustu hugtökin sem þeir vilja að nemendur læri innan ákveðins námsefnis.
- Þessi hugtök geta verið algengari en í tveimur efri lögunum.
https://issuu.com/isfold/docs/pyr_lysing_og_lykilspurningar | Lesið meira um hugmyndina hér til vinstri. |
- Skipulagspýramídanum er ekki ætlað að takmarka möguleika nemenda á námi.
- Allir nemendur eiga að hafa jafnan aðgang að sömu upplýsingum þó að framsetning á efninu sé mismunandi og í samræmi við þarfir nemenda.
- Verkefni sem tilheyra neðsta námslaginu eiga ekki að vera minna hvetjandi né ætti að líta á efri lögin sem stað fyrir skapandi og skemmtileg verkefni.
- Það má ALLS EKKI setja nemendur í ákveðið námslag pýramídans eftir getu. Nemendur sem vilja læra það sem er í efri lögunum gera það vegna áhuga á efninu, fyrri þekkingar, persónulegrar reynslu eða vegna sérstakra hæfileika.