Vefur: Hugtakaskýringar í málfræði. | ||
Orðflokkar í íslensku | ||
Orðflokkur | Dæmi | Hlutverk |
Nafnorð | Litli fuglinn hoppar til gamla mannsins sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. | Að tilgreina einstaka hluti, eða flokka hluta, jafnt raunverulega sem ímyndaða. |
Sagnorð | Litli fuglinn hoppar til gamla mannsins sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. | Að gefa til kynna aðgerð eða atburð. |
Lýsingarorð | Litli fuglinn hoppar til gamla mannsins sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. | Að lýsa einhverjum hlut nánar. Oftast notað með nafnorði. |
Fornöfn | Litli fuglinn hoppar til gamla mannsins sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. | Vísa til nafnorðs sem þegar hefur verið nefnt eða persónu sem er þekkt. Sum fornöfn er hægt að nota í stað nafnorða án þess að þau vísi til nafnorðs sem þegar hefur verið nefnt. |
Greinir | Litli fuglinn hoppar til gamla mannsins sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. | Að gera nafnorð ákveðin. Greinir getur verið viðskeyttur eða settur fyrir framan nafnorð sem sérstakt orð. |
Töluorð | Sautján litlir fuglar hoppa til þriggja manna sem standa í garðinum. Þeir eru með tvo poka af fræjum handa fuglunum. | Gefa til kynna fjölda eða magn. |
Smáorð | ||
Forsetning | Litli fuglinn hoppar til gamla mannsins sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. | Hafa áhrif á merkingu fallorðs í setningu. |
Atviksorð | Hann fór upp stigann og inn í herbergið en hún fór niður stigann og út.Hann les mjög illa. Hún las ekki vel. | Geta staðið með sögnum, lýsingarorðum og öðrum atviksorðum og þannig lýst þeim betur. Atviksorð beygjast ekki. |
Nafnháttarmerki | Litli fuglinn er að hoppa til gamla mannsins sem stendur í garðinum. Hann er að gefa öðrum fuglum fræ. | Nafnháttarmerkið er orðið „að“ á undan sagnorði í nafnhætti. Sögn í nafnhætti er án tíðar og endar oftast á „a“, þótt ýmis sagnorð endi á öðru en -a: (að abbast, að ferðast, að þvo, að sjá…). |
Samtenging | Litli fuglinn hoppar til gamla mannsins sem stendur í garðinum og er með fræ handa fuglinum. | Tengir saman einstök orð eða setningar til að mynda málsgrein. Skiptist í aðaltengingar og aukatengingar. |
Upphrópanir | Ó, hve fagur er fuglinn! – | Sýna undrun, hrifningu, hræðslu, gleði, eða reiði. |