Máltaka barna snýr að fimm þáttum málmeðvitundar. |
Þegar börn ná tökum á tungumáli þroska þau með sér eftirfarandi fimm þætti. Þessir þættir þroskast hver með öðrum og geta ekki án hvors annars verið. |
1. Hljóðfræði (phonetics)
Orð myndir og hljóð Vefur sem þjálfar hljóð og tákn í íslensku. |
Vísar til hljóða og tákna tungumálsins. Forsenda umskráningarfærni. |
2. Merkingarfræði (semantics) | Merking felur í sér að orð tákna ákveðnar hugmyndir eða hugtök. Góður orðaforði eykur getu til að skilja texta og er því nátengdur lesskilningi, máltjáningu og boðskiptafærni. |
3. Setningarfræði (syntax) | Vísar til þess hvernig orð raðast saman í setningar. „Ari lemur Sigga” þýðir ekki það sama og „Siggi lemur Ara”.
|
4. Orðmyndunarfræði (morphology) | Vísar til byggingar orða. Sum orð merkja það sama en dreifing á tíma eða tíð er breytileg (lesa, las, hef lesið).
|
5. Málnotkunarfræði (pragmatics) Vefur: Um málsnið og málnotkun í íslensku. |
Vísar til þess hvernig málið er notað til samskipta, t.d. vitneskju um hvað sé viðeigandi að segja við tilteknar aðstæður. |