Fimm þættir málmeðvitundar

Máltaka barna snýr að fimm þáttum málmeðvitundar.
Þegar börn ná tökum á tungumáli þroska þau með sér eftirfarandi fimm þætti. Þessir þættir þroskast hver með öðrum og geta ekki án hvors annars verið.
1. Hljóðfræði (phonetics)

Orð myndir og hljóð
Vefur sem þjálfar hljóð og tákn í íslensku.

Vísar til hljóða og tákna tungumálsins. Forsenda umskráningarfærni.
2. Merkingarfræði (semantics)
Merking felur í sér að orð tákna ákveðnar hugmyndir eða hugtök. Góður orðaforði eykur getu til að skilja texta og er því nátengdur lesskilningi, máltjáningu og boðskiptafærni.
3. Setningarfræði (syntax)
Vísar til þess hvernig orð raðast saman í setningar. „Ari lemur Sigga” þýðir ekki það sama og „Siggi lemur Ara”.

4. Orðmyndunarfræði (morphology) Vísar til byggingar orða. Sum orð merkja það sama en dreifing á tíma eða tíð er breytileg (lesa, las, hef lesið).

5. Málnotkunarfræði (pragmatics)
Vefur: Um málsnið og málnotkun í íslensku.
Vísar til þess hvernig málið er notað til samskipta, t.d. vitneskju um hvað sé viðeigandi að segja við tilteknar aðstæður.
Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
Otto, B. (2006). Language Development in Early Childhood. 2. útg. Upper Saddle River: Pearson.

Málskilningur,

orðaforði og hugtök