Að hluta niður orð

Orðhlutar eru grunnurinn í orðmyndun og áhrif orðhlutavitundar á orðaforða byggjast á því. Ef nemendur geta brotið orð upp í orðhluta og áttað sig á hvaða þýðingu hver orðhluti hefur fyrir heildarmerkingu orðsins, geta þeir hugsanlega fundið út merkingu orða sem þeir hafa ekki séð áður.

[issuu width=300 height=212 shareMenuEnabled=false backgroundColor=%23222222 documentId=111021195442-b3fa410a095f43ed92688cc14ebd5ead name=or_hlutafr__i_a__hluta_ni_ur_or_ username=isfold id=82c19acb-5609-dbfe-109c-10a03cf93783 v=2] Lesið um íslenska orðhlutafræði
hér til vinstri.

Prentið út hér.

Kennarar geta kennt nemendum orðhlutafræði á skýran og skiljanlegan hátt. Smátt og smátt er hægt að sleppa hendinni af nemendum þegar þeir hafa lært að beita þeirri færni sem þeir eru þjálfaðir í. Samsett orð sem hafa tvo eða fleiri orðhluta eru mjög algeng í íslensku. Því er líklegt að orðhlutavitund og næmi fyrir orðmyndunarreglum málsins skipti ekki síður máli í þróun orðaforðans í íslensku en í öðrum tungumálum. Þó að ekki séu til rannsóknir á áhrifum kennslu á orðhlutavitund nemenda með íslensku sem annað mál má gera ráð fyrir því að hægt sé að nýta niðurstöður erlendra rannsókna. Hins vegar þarf að laga inntak kennslunnar að íslensku málumhverfi.

Í ágúst 2011/AG

CC-LEYFI
Heimildir

Eiríkur Rögnvaldsson. (1990). Íslensk orðhlutafræði. Sótt af: http://notendur.hi.is/eirikur/ordhlfr.pdf
Freyja Birgisdóttir. (2010). Kennsla um orðhluta eykur orðskilning nemenda á yngsta stigi grunnskólans. Uppeldi og menntun. 19 (1.-2. hefti), 33-50.
Höskuldur Þráinsson. (2006). Handbók um málfræði. Reykjavík: Námsgagnastofnun.
Orðhlutar eru grunnurinn í orðmyndun og áhrif orðhlutavitundar á orðaforða byggja á því. Ef nemendur geta brotið orð upp í orðhluta og áttað sig á hvaða þýðingu hver orðhluti hefur fyrir heildarmerkingu orðsins, geta þau hugsanlega fundið út hvað orð þýða sem þau hafa ekki séð áður.