Millimál – interlanguage

Hugmyndin um millimál var fyrst viðurkennd þegar Larry Selinker birti grein sína Interlanguage (millimál) árið 1972.

Þar segir hann að tjáning við ákveðnar aðstæður, framkvæmd af þeim sem lærir sé öðruvísi en þess sem hefur málið að móðurmáli þó reynt sé að tjá sömu merkingu.

Millimál er einstæð sköpun, úr móðurmáli og öðru máli en einnig þáttum sem hvorki eiga rætur í móðurmáli né öðru máli.

Millimál er einangrað málkerfi og hægt er að greina það með því að fylgjast með þróun tungumálsins hjá nemandanum, eftir því sem náminu vindur fram. Það eru mismunandi færnistig millimáls.

Millimál er byggt á þeirri hugmynd að meðfæddur málfræðikjarni sameiginlegur öllum tungumálum sé virkjaður þegar nýtt tungumál kemur til sögunnar.

 

 

 

Af þeim sökum er þróunin ekki handahófskennd heldur fer fram í ákveðinni röð sem er eins hjá öllum nemendum óháð móðurmáli. Það er skapandi ferli í stöðugri þróun og breytist ört í samræmi við áreiti frá umhverfinu.

Millimálið birtist með mjög fjölbreyttum hætti hjá nemendum sem fá sömu kennslu. Það fer eftir reynslu hvers og eins.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

 

 

 

 

Heimildir

 

Dal, M. (2008). Dyslexia and foreign language learning. Í G. Reid.; A. Fawcett.;  F. Manis og L. Siegel (ritstj.), The sage handbook of dyslexia. Los Angeles: Sage Publications.
Gass, S. M., Selinker, L. (1994). Second language aquisition. 11, 40, 130. New Jersey: Lawrence Erlbaum Associates.
Holm, L., Laursen, H. P. (2010). Dansk som andetsprog – pædagagogiske og didaktiske perspektiver. 45 – 64. København: Dansklærerforeningens forlag.
Laursen, H. P. (2007). Intersprogsanalyse og andesprogspædagogik. Københavns kommune: CVUKøbenhavn & Nordsjælland /uc2.
Morell, B. (2003). Intersprog: fra teori til praksis. (Pré)publications nr. 190, Fransk sprog: den pædagogiske og den sociale dimension. 53-76. Institut for Romansk og Oldtids- Middelalderforskning. Aarhus: Aarhus Universitet.
Trosborg, A. (1984). Interlanguage Pragmatics: Requests, Complaints and Apologies (Studies in Anthropological Linguistics). Berlin: Mouton De Gruyter.