Kennarar geta greint millimál

Kennarar hafa verið þjálfaðir til að greina millimál nemenda, til að mynda í Hollandi og á Ítalíu.

Greining á millimáli gefur færi á að grípa inn í ferlið til að stuðla að framförum. Greiningin felst í því að safna gögnum um millimál nemenda, bæði villum og atriðum sem sýna rétta málnotkun.

Ekkert eitt rétt svar er til þegar millimál er greint, heldur annað hvort verra eða betra svar. Þó svo að kennarinn sjái ýmsar óvæntar útgáfur í millimáli þá eru þær engin tilviljun. Millimálið fellur yfirleitt í farvegi sem hægt er að átta sig á.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
Pallotti, G. (2010). Doing interlanguage analysis in school contexts. Eurosla Monograhs Series 1. Communicative proficiency and linguistic development: intersections between SLA and language testing research. Í Bartning, I.  Martin, M. Vedder, I. (ritstj.) 159-190. Róm: Edisegno srl.
Sótt af: http://eurosla.org/monographs/EM01/159-190Pallotti.pdf
Birna Arnbjörnsdóttir. (2007). Kenningar um tileinkun annars máls og erlendra mála. Í Auður Hauksdóttir, Birna Arnbjörnsdóttir (ritsj.), Mál málanna: Um nám og kennslu erlendra tungumála, 201-233. Ísland: Háskólaútgáfan, 2007.
Holm, L. Laursen, H. P. (2010). Dansk som andetsprog – pædagagogiske og didaktiske perspektiver, 45 – 64. Köbenhavn: Dansklærerforeningens forlag.
Morell, Birgitte. (2003). Intersprog: fra teori til praksis. (Pré)publications nr. 190, Fransk sprog: den pædagogiske og den sociale dimension, 53-76. Institut for Romansk og Oldtids- Middelalderforskning. Aarhus: Aarhus Universitet.