Vísindin og tungumálið

Tungumál manna er flókið fyrirbæri sem vísindin hafa ekki enn komist til botns í. Margar kenningar hafa litið dagsins ljós sem ýmist hrekja þær eldri eða bæta þær upp en engin ein kenning er til sem skýrir máltöku á fullnægjandi hátt. Menn greinir jafnan á þegar kemur að túlkun á niðurstöðum rannsókna. Þar skiptir máli hvaða gögn liggja að baki og hve vel er unnið úr þeim.

Máltaka og máltileinkun annars máls er flókið ferli  og skilningur á því krefst þekkingar á fjölmörgum fræðasviðum. Fræðimenn nálgast viðfangsefnið frá ólíkum sjónarhornum allt eftir því hvaða fræðasviði þeir tilheyra. Rannsóknir eru gerðar m.a. í kennslufræði, málfræði, sálfræði, félagsfræði, uppeldisfræði, mannfræði, hugfræði, taugasálfræði, erfðafræði, talmeinafræði og annarsmálsfræðum.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir

Committee on Developments in the Science of Learning with additional material from the Committee on Learning Research and Educational Practice, National Research Council (2000). How People Learn: Brain, Mind, Experience, and School: Expanded Edition. Washington, D.C.: The National Academies Press. Sótt af: http://www.nap.edu/openbook.php?record_id=9853&page=R9
Doughty, C. J., Long, M. H. (2005). The Handbook of Second Language Acquisition. Oxford: Blackwell.
Larsen‐Freeman, D., & Long, M. H. (1991).  An introduction to second language acquisition research. New York: Longman.
Long, M. H. (2007). Problems in SLA. New Jersey: Lawrence Earlbaum.
Otto, B. (2006). Language Development in Early Childhood. Upper Saddle River: Pearson.
Saxton, M. (2010). Child Language: Acquisition and Development. London: Sage.