Orðaforði og íslenska sem annað mál

Í ljósi þess hve orðaforði skiptir miklu máli í þróun lesskilnings er merkilegt hve fáar rannsóknir hafa verið gerðar sl. 25 ár sem fjalla um hagnýta, árangursríka kennslu í orðaforða fyrir nemendur sem læra annað tungumál. Slíkar rannsóknir eru ekki til á íslensku og fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kennslu á orðaforða íslenskra nemenda. Aftur á móti er mikið til af erlendum rannsóknum á áhrifum kennslu á orðaforða innfæddra nemenda, nóg til að réttlæta að orðaforði sé gerður að grundvallarþætti í lestrarkennslu.

Þrír þættir eru afgerandi samkvæmt þeim fáu rannsóknum sem gerðar hafa verið á kennslu orðaforða annars máls undanfarin 25 ár. Sameiginleg niðurstaða þeirra er að kennsla orðaforða sé skilvirkust þegar áhersla er lögð á að vinna með dýpri merkingu orðsins, tíðar endurtekningar þess og að það sé notað í mismunandi samhengi.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI
Heimildir

August, D., Carlo, M., Dressler, C., & Snow, C. (2005).  The critical role of vocabulary development for English language learners. Learning Disabilities Research & Practice, 20(1), 50–57.
Freyja Birgisdóttir. (2010). Kennsla um orðhluta eykur orðskilning nemenda á yngsta stigi grunnskólans. Uppeldi og menntun. 19 (1.-2. hefti), 33-50.
Goldenberg, C. (2008). Teaching English language learners: What the research does—and does not—say. American Educator, 32(2), 8-22, 42-44.
Graves, M.F. (2006). The Vocabulary Book: Learning and Instruction. New York: Teachers College Press.
Lesaux, N. K., Kieffer, M. J., Faller, S. E., Kelley, J. G. (2010). The Effectiveness and Ease of Implementation of an Academic Vocabulary Intervention for Linguistically Diverse Students in Urban Middle Schools. Research Quarterly. 45(2), 196–228.
Lundberg, Ingvar. (2002). Second Language Learning and Reading with the Additional Load of Dyslexia. Annals of Dyslexia, Vol. 52, 165-187.Title:
Ross, S. G. (2009). Promoting Fluency in English Language Learners: The Effects of a Small-Group and a One-On-One Reading Intervention. Master of Science Psychology Raleig. North Carolina State University: North Carolina. Sótt af: http://repository.lib.ncsu.edu/ir/bitstream/1840.16/358/1/etd.pdf