Hvernig lærum við tungumálið?

Rannsóknir á tungumálum eiga sér ekki langa sögu eða frá því um miðbik síðustu aldar.

Tvær grundvallarhugmyndir eru um hvernig við lærum tungumálið: Annars vegar hugmyndir erfðasinna og hins vegar hugmyndir atferlissinna.

Erfðasinnar telja að barnið sé fætt með einn allsherjar málfræðikjarna sem sé sameiginlegur öllum tungumálum. Atferlissinnar líta á heila barnsins sem óskrifað blað sem þroskist við utanaðkomandi áreiti. Báðar hugmyndir gefa sér þó að þessi atriði vinni saman en menn greinir á um hvort hefur meiri áhrif.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
Hrafnhildur Ragnarsdóttir (2004). Málþroski barna við upphaf skólagöngu. Sögubygging og samloðun í frásögnum 165 fimm ára barna – almenn einkenni og einstaklingsmunur. Uppeldi og menntun, 13(2):9-31).
Karmiloff, K. & Karmiloff-Smith, A. (2001). Pathways to Language. From fetus to adolescent. Cambridge: Harvard University Press.