Goðsagnir
Nútíma rannsóknir benda til þess að mun sjaldgæfara sé en almennt er talið að nemendur sem læra annað mál snemma á ævinni nái auðveldlega, sjálfkrafa og óhjákvæmilega næstum janfgóðum árangri og innfæddir. Þeir sem byrja að læra málið snemma ná yfirleitt talmáli á við innfædda en ekki raunverulegri tungumálahæfni á við innfædda. Það er goðsögn að börn eigi auðveldara með að læra annað mál en eldra fólk. Börn sem læra íslensku sem annað mál ná ekki góðum tökum á málinu eingöngu með því að vera með íslenskum börnum, eða sitja í kennslustofu og hlusta á íslensku. Meira þarf til að ná raunverulegri færni í málinu.
Kostir sem fylgja því að læra annað mál snemma
- Líklegir til að ná sambærilegum framburði og innfæddir.
- Minni kröfur til að vera talinn fær í málinu.
- Líklegri til að fá skiljanleg málgögn (ílag).
Kostir sem fylgja því að læra annað mál síðar
- Eldri nemendur njóta góðs af læsi, orðaforða, málnotkun, setningarfræðilegum myndum og skema.
- Skema er skipulega uppbyggð þekking þar sem upplýsingar eru í miklum innbyrðis merkingartengslum. Það auðveldar skilning og öflun nýrrar þekkingar, svo lengi sem nýjar upplýsingar eru í samræmi við þessa skipulegu þekkingu skemans og því auðvelt að tengja hana sterklega við fyrri þekkingu. Kóðun upplýsingar í minni og endurheimt þeirra fer að miklu leyti eftir þeim hugarskemum sem til staðar eru.