Annað tungumál

Mörgum spurningum er ósvarað varðandi þróunarferli annars máls og þær halda áfram að valda ágreiningi. Þó virðast menn vera nokkurn veginn sammála um að framvinda annars máls sé kerfisbundið, skipulagt ferli óháð móðurmáli. Það er þó svipað en ekki alveg eins og máltaka móðurmálsins.

Börn sem læra tvö tungumál samtímis fyrir þriggja ára og ná valdi á þeim báðum án þess að fá formlegt nám í þeim eru talin vera tvítyngd.

Hugtakið “annað tungumál” er notað þegar nýtt mál bætist við móðurmálið eftir um það bil þriggja ára aldur. Málið sem þannig er numið er síað í gegnum þekkingargrunn móðurmálsins. Sú síun veldur því að námsferli annars máls er í eðli sínu ólíkt námsferli móðurmálsins.

Skilgreiningar á hugtökunum tvítyngi, fjöltyngi, öðru tungumáli, eru mjög á reiki og ekki algildar vegna ólíkra viðmiða fræðimanna.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI
Heimildir

Baker, C. (2006). Foundations of bilingual education and bilingualism. (N. Hornberger Ed., 4th ed.) Buffalo: Multilingual Matters.
English as a Second Language. Guide to Implementation. Kindergarten to Grade 9. (2007). Edmonton: The Minister of Education. Alberta, Kanada.
Sótt af: http://education.alberta.ca/media/507659/eslkto9gi.pdf
Espinosa, L. M. (2008). Challenging common myths about young English language learners. Foundation for Child Development Policy Brief, 8, 1-11. Sótt af: http://fcd-us.org/sites/default/files/MythsOfTeachingELLsEspinosa.pdf
Hong Qin, Zhao A., Morgan, C. (2004). Consideration of Age in L2 Attainment – Children, Adolescents and Adults.  Asian EFL Journal. Department of Education. Sótt af: http://www.asian-efl-journal.com/december_04_ahqz_cm.php
Bath, UK: The University of Bath. Sótt af:  http://www.asian-efl-journal.com/Dec_04_ahqz.pdf
Myers-Scotton, C. (2006). Multiple voices: An introduction to bilingualism. Massachusetts: Blackwell Publishing, Inc.
Paradis, J. (2006).  Second Language Acqusition in Childhood. Í (ritstj.) Erika Hoff and Marilyn Shatz Blackwell Handbook of Language Development. 387-405.
Steingrímur Þórðarson. (2001). Tvítyngi. Í (ritstj. ) Þórunn Blöndal og Heimir Pálsson.  Alfræði íslenskrar tungu (geisladiskur). Reykjavík: Lýðveldissjóður og Námsgagnastofnun.