Rannsóknir á tungumálum eiga sér ekki langa sögu eða frá því um miðbik síðustu aldar.
Tvær grundvallarhugmyndir eru um hvernig við lærum tungumálið: Annars vegar hugmyndir erfðasinna og hins vegar hugmyndir atferlissinna.
Erfðasinnar telja að barnið sé fætt með einn allsherjar málfræðikjarna sem sé sameiginlegur öllum tungumálum. Atferlissinnar líta á heila barnsins sem óskrifað blað sem þroskist við utanaðkomandi áreiti. Báðar hugmyndir gefa sér þó að þessi atriði vinni saman en menn greinir á um hvort hefur meiri áhrif.