Móðurmál

Stjórnvöld á Íslandi leggja áherslu á að nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum með annað móðurmál en íslensku fái eftir því sem kostur er tækifæri til að viðhalda móðurmáli sínu.

Grunn- og framhaldsskólum er heimilt að viðurkenna kunnáttu í móðurmáli sem hluta af skyldunámi nemenda. Átt er við skyldunám á erlendum tungumálum eða valgreinabundið nám.

Í íslenskuhluta aðalnámskrár grunnskóla kemur fram að samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á að viðhalda móðurmáli sínu þrátt fyrir flutning frá heimalandi. Með móðurmálskennslu innan eða utan skólans er því stuðlað að jafnrétti til náms fyrir alla nemendur.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
Aðalnámskrá grunnskóla. (2007). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.
Aðalnámskrá framhaldsskóla. (2011). Reykjavík. Menntamálaráðuneytið.