Námsgreinin íslenska sem annað tungumál

Námsgreinin er yfirgripsmikil og ekki eingöngu tungumálanám. Saman fer þjálfun í menningarfærni, viðhald og þróun þekkingargrunns, læsi, námstækni, stuðlað skal að góðum námsárangri og félagslegri vellíðan nemenda. Auk þess tengist viðfangsefni íslensku sem annars máls öllum námsgreinum sem kenndar eru á viðkomandi aldursstigi. Áhersla skal lögð á að nemendur öðlist sambærilega þekkingu og jafnaldrar þeirra samtímis því sem þeir læra íslensku. Mikilvægt er að gæta þess að nemendur með annað móðurmál en íslensku fylgi jafnöldrum sínum í öllum námsgreinum (Aðalnámskrá grunnskóla. Íslenska, 2007).

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
Aðalnámskrá grunnskóla. (2007). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.