Átthagarnir

Markmið: Að kynna sér ytri umgjörð samfélagsins eða afmarkaða hluta þess.

[expand title=“Tilvalin viðfangsefni (einhver þeirra eða öll)“ trigclass=“highlight“]

  • Lega sveitarfélagsins og gerð þess.
  • Landslag (og e.t.v. helstu örnefni).
  • Íbúar (fjöldi, aldursskipting, uppruni).
  • Atvinnulíf.
  • Samgöngur við sveitarfélagið og innan þess.
  • Opinberar stofnanir (söfn, sjúkrahús, kirkja, íþróttamannvirki, strætisvagnar, skólar, lögregla, o.s.frv.).
  • Skólar og menntun.
  • Íþróttaiðkun og aðstaða til hennar.
  • Félagsstarf í sveitarfélaginu.
  • Afþreyingarmöguleikar.
  • Sérstaða á landsvísu.
[/expand]

Einstaklingsverkefni

Segðu frá því hvaða staður í sveitarfélaginu þér finnst fallegastur.

  • Taktu eða teiknaðu af honum mynd. Settu undir myndina einfaldan skýringartexta. Notaðu t.d. Bookr eða Flicker til að birta afraksturinn.
  • Sendu slóðina á wiki síðu bekkjarins eða til samskiptabekkjar og fáið sambærilegar upplýsingar í staðinn.

Gerðu grein fyrir uppáhaldsstaðnum.

  • Hann getur verið hvort sem er innan húss eða utan.
  • Þú getur gert grein fyrir honum munnlega, skriflega, í sögu eða ljóði.
  • Þú getur teiknað hann eða tekið af honum mynd.
  • Þú getur búið til myndasögu á Bookr eða Flickr Toys og birt á vefnum.

Hópverkefni

Gerið veggmynd af aðalgötu bæjarins, nánasta umhverfi nemendanna (gatan, heimilið, leiksvæðið, skólinn), höfninni, helstu byggingum eða áberandi atriðum í landslagi.

Gerið yfirlitsmynd af sveitarfélaginu, hvar eru mörk þess, hvað einkennir það helst?