Sumarvinnan

Markmið: Að nemendur geti fjallað um sumarstörf unglinga og geti sett þau í víðara samhengi.

Verkefni:

  • Hefur þú haft sumarvinnu?
  • Hvers konar vinna er það?
  • Hvaða laun fá krakkar fyrir gæslu barna, blaðaútburð og í vinnuskólanum?
  • Hvers konar vinnu stunda jafnaldrar þínir á Norðurlöndum?
  • Vinnuskóli er nánast óþekkt fyrirbæri á öðrum Norðurlöndum. Hvernig myndir þú kynna hann fyrir jafnöldrum þínum?
  • Hvað ætlar þú að verða?
  • Þekkirðu eitthvað til starfsins? Farðu á vettvang og taktu viðtal við einhvern sem gegnir þessu starfi.
  • Áttu von á því að geta unnið við þetta starf í heimabyggð þinni?
  • Hverjir eru aðalatvinnuvegir í byggðarlaginu þínu?

Afrakstur:

  • Umræður með vinnustofusniði þar sem hópar leita svara við einhverjum ofangreindra spurninga.
  • Nemendur skiptast á að kynna niðurstöður hópanna, t.d.  með skjákynningum (PowerPoint), myndaalbúmi (Bookr eða Flickr Toys), blaði (Glogster) eða uppsláttartöflu .