Upplýsingaöflun

Markmið:

Að nemendur geri sér grein fyrir hvernig efni um norðurlöndin birtist í fjölmiðlum.

  • Hvaða upplýsingar fáum við um Norðurlöndin í (íslenskum) fjölmiðlum?
  • Hver nemandi eða hópur flokkar efni sem birtist í íslenskum dagblöðum, sjónvarpi, útvarpi eða öðrum miðlum í eina viku.

Hugmyndir að flokkun:

  • Auglýsingar: Matur, föt, tæki, aðrar neysluvörur o.s.frv.
  • Menning: Bókmenntir, kvikmyndir, listir, stakir þættir, framhaldsþættir o.fl.
  • Fréttir: Íþróttir – frægt fólk – stjórnmál – greinar og fréttir almenns eðlis (sem svo má flokka í jákvæðar eða neikvæðar fréttir).