Áfangaskýrsla – sumar 2013

Eins og fram kemur í áfangaskýrslu Okkar máls verkefnisns hefur verið unnið að fjölbreyttum verkþáttum á fyrsta starfsári þess. Náðst hefur að leiða saman aðila, vinna með viðhorf og væntingar til samskipta og skipuleggja fræðslu er tengist menningu, máli og læsi. Jafnframt hafa verið stigin skref í verkefninu sem þegar hafa mótað inntak, aðferðir og samstarf í skólasamfélaginu í Fellahverfi.