Viðurkenning á degi leikskólans

orðsporiðDagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn í dag og halda leikskólar upp á daginn með ýmsum hætti.

Í tilefni dagsins veitti kynningarnefnd Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla viðurkenningu sem nefnist Orðsporið til þeirra sem hafa þótt skara fram úr og unnið ötullega í þágu leikskóla og/eða leikskólabarna.

Jón Gnarr borgarstjóri afhenti viðurkenninguna og Orðsporið 2014 hlaut verkefnið Okkar mál.

Sjá nánar