Lesum blöðin saman – Let’s read the papers

„Lesum blöðin saman“ er ný fjölmenningarleg þjónusta sem boðið er upp á í aðalsafni Borgarbókasafns. Verkefnið fór af stað í síðustu viku og er gaman að segja frá því að fjölmargir mættu til að kynna sér þessa þjónustu. „Lesum blöðin saman“ felst í því að starfsmaður bókasafnsins aðstoðar þátttakendur við að fara yfir helstu fréttir og bendir á það sem er í brennidepli hverju sinni. Þátttakendum eru einnig bent á hvernig hægt er að taka virkan þátt í samfélaginu með því að koma á framfæri greinum og fréttum í íslenska fjölmiðla. Um leið gefst þátttakendum tækifæri til að kynnast starfsemi Borgarbókasafns, æfa sig í íslensku, hitta nýtt fólk og styrkja tengslin.
„Lesum blöðin saman“ verður næst fimmtudaginn 31. mars og svo 7. apríl kl. 17.30 í aðalsafni, Tryggvagötu 15. Ef vel tekst til mun þessi þjónusta verða fastur liður í starfsemi Borgarbókasafns og fara fram vikulega yfir vetrartímann. Allir áhugasamir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.

Hér eru upplýsingar um verkefnið á íslensku og á ensku.

This entry was posted in Bókasafn, Dagblöð, Fjölmenning, Fjölmiðlar, Innflytjendur, Íslenska, mannréttindi. Bookmark the permalink.