Sunnudaginn 4. nóvember kl. 14, verður mikilvægi móðurmáls til umfjöllunar í Söguhring kvenna, á 1. hæð í aðalsafni, Tryggvagötu 15.
Maria Sastre, kennari hjá Samtökunum Móðurmál, mun kynna starf samtakanna og fjalla um mikilvægi móðurmálskunnáttu og þá sérstaklega barna. Móðurmál eru ekki bara orð eða setningar. Móðurmál eru líka tilfinningar, tónar, tjáning, minningar, bernska og svo mætti áfram telja. Móðurmálið er einnig lykill að íslensku, en rannsóknir sýna að börn sem læra tungumál foreldra sinna eiga auðveldara með að læra nýtt tungumál.
Kaffiveitingar. Allir velkomnir!
Sjá nánar um Söguhring kvenna.