Menningarmótsskólar á Alþjóðadegi menningarlegrar fjölbreytni 2015

TIL HAMINGJU MEÐ ALÞJÓÐADAG MENNINGARLEGRAR FJÖLBREYTNI 2015

5

image

 

 

 

 

 

 

 

 

 

21. maí er Alþjóðadagur menningarlegrar fjölbreytni UNESCO. Af því tilefni mun Borgarbókasafnið ár hvert tilkynna hvaða skólar eru orðnir formlegir Menningarmótsskólar. Sjá hvernig hægt er að koma í hóp Menningarmótsskóla hér. Á skólaárinu 2014/2015 eru það eftirfarandi skólar:

Leikskólinn Rofaborg

Leikskólinn Hólaborg

Leikskólinn Árborg

Leikskólinn Laugasól

Ingunnarskóli

Háteigsskóli

Landakotsskóli

Við óskum skólunum til hamingju og hlökkum til að halda samstarfinu áfram.

Allir skólar geta tekið þátt í að þróa verkefnið og orðið formlegir Menningarmótsskólar að vori til. Heimasíðan www.menningarmot.is er samráðsvettvangur þar sem hugmyndir og nýjar leiðir, sem verða til í skólunum, birtast undir “fréttir” eða hverju og einu aldursstigi.

Þannig verður bæði verkefnið og vefurinn lifandi „miðstöð“ Menningarmóta.

Hægt er að lesa um tilurð og markmið verkefnisins hér.