TIL HAMINGJU MEÐ ALÞJÓÐADAG MENNINGARLEGRAR FJÖLBREYTNI 2015
21. maí er Alþjóðadagur menningarlegrar fjölbreytni UNESCO. Af því tilefni mun Borgarbókasafnið ár hvert tilkynna hvaða skólar eru orðnir formlegir Menningarmótsskólar. Sjá hvernig hægt er að koma í hóp Menningarmótsskóla hér. Á skólaárinu 2014/2015 eru það eftirfarandi skólar:
Leikskólinn Rofaborg
Leikskólinn Hólaborg
Leikskólinn Árborg
Leikskólinn Laugasól
Ingunnarskóli
Háteigsskóli
Landakotsskóli
Við óskum skólunum til hamingju og hlökkum til að halda samstarfinu áfram.
Allir skólar geta tekið þátt í að þróa verkefnið og orðið formlegir Menningarmótsskólar að vori til. Heimasíðan www.menningarmot.is er samráðsvettvangur þar sem hugmyndir og nýjar leiðir, sem verða til í skólunum, birtast undir “fréttir” eða hverju og einu aldursstigi.
Þannig verður bæði verkefnið og vefurinn lifandi „miðstöð“ Menningarmóta.
Hægt er að lesa um tilurð og markmið verkefnisins hér.