Í september var Menningarmót – fljúgandi teppi framkvæmt í Árosum í tilefni tungumálahátíðarinnar “Nordisk sprogfest”. Skólarnir Holme skole og Frederiksbjerg skole tóku þátt í verkefninu með samtals 100 nemendum í 3. og 4. bekk. Það var unnið með menningarhugtakið og miðlunarleiðir í tvær vikur og síðan var stóri dagurinn og Menningarmótið sjálft haldið á listasafninu AROS þann 18. september, á opnunardegi hátíðarinnar.
Hér er myndband þar sem allir nemendurnir dansa í regnboganum hans Ólafs Elíassonar sem prýðir þakið á Aros. Þetta var mikil hátíðarstund og börnin stolt og glöð.
Og hér eru myndir úr ferlinu og frá Menningarmótinu (hægt er að stækka myndirnar).