Börnin á kortið – nýtt Íslandskort áfhjúpað á Þingvöllum

Á gagnvirka kortinu sem er í mótun er hægt fá innsýn í reynsluheim barna á ólíkum stöðum á Íslandi með því að smella á rauðu staðsetningartáknin.

Börn setja mark sitt á Íslandskortið

Í tilefni 80 ára afmælis íslenska lýðveldisins var efnt til verkefnisins Heill heimur af börnum – börn setja mark sitt á íslandskortið, sem byggir á hugmyndafræði Menningarmótsins. Framtakið er í samstarfi við Safn Jóns Sigurðssonar og Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Íslandskortið var afhjúpað á Þingvöllum þann 15.6 með aðstoð mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasson og umboðsmanna barna, Salvarar Nordal. Heiðursgestirnir, börnin, gerðu sólir sem sýndu styrkleika og áhugamál þeirra og fallegan tungumálaregnboga með mikilvægum orðum og gildum sem voru þýdd yfir á tungumál þeirra í anda verkefnisins. Nýja gagnvirka Íslandskortið er í mótun og mun þróast áfram þannig að fleiri börn á Íslandi komist á kortið.

Kortið var einnig kynnt á hátíðardagskrá á Hrafnseyri í tilefni lýðveldisafmælisins og er til sýnis á Safni Jóns Sigurðssonar.

Fjömiðlaumfjöllun:

Viðtal á Rás 1

Viðtal á Rás 2 

Börnin bjuggu til tungumálaregnboga úr orðum og tungumálum sem skipta þau máli.
Ásmundur Einar Daðasson afhjúpaði Íslandskortið.
Börnin aðstoðuðu mennta- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðasson, Kristín R. Vilhjálmsdóttir, Salvör Nordal, Margrét Hallgrimsdóttir, Torfi Jónsson
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, ávarpaði samkomuna á Þingvöllum.
Sólarsmiðja þar sem börnin sýndu það sem fær þau til að skína.
Kristín R. Vilhjálmsdóttir segir frá verkefninu “Heill heimur af börnum – börn setja mark sitt á Íslandskortið”.
“Heill heimur af börnum” er til sýnis á Safni Jóns Sigurðssonar. Hægt er að opna nýja Íslandskortið gegnum QR-kóða. Sem hluti af sýningunni á Hrafnseyri er einnig hægt að svara spurningunni “Ef ég væri forseti”. Spurning sem hefur verið gegnumgangandi í samstarfinu um að virkja raddir barnanna í tilefni lýðveldisafmælisins.
Sólargeislar á Hrafnseyri