Tungumálatorg í samvinnu við Félag dönskukennara kynnir vettvang dönskunnar á Tungumálatorgi.
Staður: Menntavísindasviði við Stakkahlíð í stofu H 205
Tími: 27. janúar kl. 15—17.
Dagný Reynisdóttir, Else Brink Nielsen og Hanne Kjær Rasmussen farkennarar, ásamt Peter Raagaard, sem er danskur lektor við Menntavísindasvið, munu kynna efni sem þau hafa lagt Tungumálatorgi til.
Allir grunn- og framhaldsskólakennarar velkomnir. Mikilvægt er að þeir fjölmenni á kynninguna og láti í ljós væntingar til efnis og starfseminnar á torginu.