Skandinavísk tungumál í norrænu samstarfi: notkun, notagildi og viðhorf

Brynja Stefánsdóttir MA flytur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um samanburðarrannsókn sína á notkun, notagildi og viðhorfs til notkunar skandinavískra tungumála til samskipta í norrænu samstarfi. Litið var annars vegar  á íslenska stjórnsýslu og hins vegar á viðskiptalífið.

  • Tími: kl. 16:00
  • Dagur: miðvikudaginn 29. febrúar
  • Staður: stofa 101 í Odda.

Fyrirlesturinn er haldinn á íslensku og er öllum opinn.

Rannsóknir Brynju Stefánsdóttur sýna líkt og fyrri rannsóknir að mjög hátt hlutfall aðspurðra telja notagildi skandinavískra mála hátt í norrænu samstarfi, en þær staðfesta einnig grun um að enska sé mikið notuð.

Brynja leitast við að svara því hvenær og hvers vegna enska er notuð í norrænum samskiptum, þrátt fyrir að stór hópur sé sammála um mikilvægi skandinavísku tungumálanna.

Fyrirlestur Brynju byggir á mastersritgerðinni “Mellem nostalgi og realitet” sem var skilað við Háskólann í Kaupmannahöfn sumarið 2011.

Ritgerðin byggir á samanburðarrannsókn á notkun, notagildi og viðhorfs til notkunar skandinavískra tungumála til samskipta í norrænu samstarfi. Annars vegar var litið á íslenska stjórnsýslu og hins vegar á viðskiptalífið.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru skoðaðar með hliðsjón af fyrri rannsóknum (Delsings og Lundin-Åkeson, 2005, Hauksdóttir, 2005, Jørgensen, 2005, Kristiansen 2005, Óladóttir, 2005, Menntamálaráðuneytið, 2001), sem og skoðaðar út frá kenningum fræðimanna eins og Duranti & Goodwin (1992), Grice (1989),  Blommaert (2005),  Foucault (1980, 1986), Ushioda’s (2009), Dörnyei’s (2009), Larsen-Freeman (2002, 2007a, 2007b), Kramsch (2008), Blommaert & Rampton (2011).

Dette indlæg blev udgivet i Uncategorized. Bogmærk permalinket.