Á ráðstefnu, sem haldin var á Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn miðvikudaginn 30. nóv. 2011, voru veitt verðlaun í norrænni ritgerðasamkeppni, sem efnt var til á vegum Nordisk Sprogkampagne meðal kennaranema á Norðurlöndum.
Úr stórum hópi þátttakenda voru á endanum valdir tveir sigurvegarar.
Annar tveggja vinningshafa er íslenskur, Guðrún Tinna Ólafsdóttir, sem lauk BA-prófi í dönsku frá Háskóla Íslands vorið 2010. Verðlaunin hlaut hún fyrir BA-ritgerð sína „Kan du lide dansk? En undersøgelse af unge islændinges holdning til danskfaget i folkeskolen.”
Guðrún Tinna setti sér það markmið að komast að því hvaða viðhorf unglingar hafa til dönsku og dönskukennslu og hvaða áhrifaþátta gætti þar. Hún sendi út spurningalista með 12 spurningum til 10.-bekkinga og fékk svör frá 6 skólum, bæði innan og utan höfuðborgarsvæðisins. Meginniðurstaðan er, að mýtan um neikvæða afstöðu gagnvart dönskunni stenst ekki þegar að er gáð.
(Hinn vinningshafinn er danskur, Bettina Dam Rüger, sem hlaut verðlaun fyrir verkefni fyrir börn í kennslu grannmála.)
Sprogkampagnens pris til Tinna fik en nyhedsplads på Islands Universitets hjemmeside.