Minnisblað í kjölfar ráðstefnu FDK, föstudaginn 16.mars 2012

Námskráin í mótun: Nýtið tækifærið að hafa áhrif á mótun hæfniviðmiða á slóð http://tungumalatorg.is/ns-1 

  • Óskað er eftir tillögum frá kennurum í framhaldsskólum.  Botna þarf setninguna við lok grunnskóla á nemandi að geta … í öllum skráðum færniþáttum.

Jeppe Bundsgaard nefndi ýmsar hugmyndir að samþættingu við tækni.

  • Ýmsir kennarar hafa góða reynslu af forritinu Pixton. Þetta er form sem börn og unglingar þekkja.
[expand title=”Hér er viðbót við það sem Jeppe Bundsgård lagði til” trigclass=”highlight”]
  • Mail vu   er forrit á vefnum sem er einfalt í framkvæmd og vel til þess fallið að nemendur skili munnlegum verkefnum með mynd – einir sér eða pörum.  Það er góð reynsla af því í Tungumálverinu. Nemendur skila munnlegu heimaverkefni í þessu forriti.
  • Skrifa texta, birta hann og fá svar frá samnemendum. Á tungumálatorginu er verkefnið Nordlys sem byggir á hugmyndinni um að skrifa oft og stutt – og fá uppbyggjandi viðbrögð frá lesendum. Þar eru stutt verkefni fyrir byrjendur og lengra komna.    Þar eru verkefnin ýmist á norsku,  önnur á sænsku og svo auðvitað á dönsku. Allt í anda norrænu tungumálastefnunnar. Nordlys verkefnið er hægt að aðlaga bæði nemendum í grunn- og framhaldsskóla. Hægt er að hafa undirbúninginn í skólanum og innsetninguna heima (ef erfitt er að komast í tölvur).
  • Norden  eru verkefni sem nemendur geta unnið einir, í pörum og minni hópum. Þessi verkefni eru sett fram á öllum norrænu tungumálunum og koma því til móts við kröfu um að kynna nemendum skandinavísk og norræn mál.  Þau má einnig nota sem hugmyndir að umræðuefnum. Það gildir einnig um Samtalekort  frá farkennurum 2009 – 2010.  Hugmyndin nýtist á báðum skólastigum.
[/expand]

Lovísa Kristjánsdóttir, kennari við MH, talaði af þekkingu og reynslu um dyslexíu í erindi sínu „Það eru til ráð við öllu nema ráðaleysi“. Hvernig getum við sinnt framhaldsskólanemendum með dyslexíu á árangursríkan hátt? Á síðunni hennar eru upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur dyslexíu og tungumálanámi.

Guðrún Tinna Ólafsdóttir kynnti niðurstöður BA-ritgerðar sinnar: „Kan du lide dansk? En undersøgelse af unge islændinges holdning til danskfaget i folkeskolen. Fyrir hana fékk hún verðlaun 2011 í norrænni ritgerðasamkeppni á vegum Nordisk sprogkampagne.  

Morten Riber fjallaði um Dansk med danskere – om ægte kommunikation.

Anna Kristjana Ásmundsdóttir, dönskukennari í Flúðaskóla nefndi Sprogpiloterne sem margir dönsku, norsku og sænskukennarar hafa góða reynslu af.

Mette Håkansson, Rejselærer: Klassesprog.

Dette indlæg blev udgivet i Uncategorized. Bogmærk permalinket.