Nordens Dage – 8. bekkir í tveimur skólum á Íslandi -skemmtilegt verkefni haustið 2013.

Nordens Dage (Brev og kontrakt) er stafrænt, gagnvirkt kennsluferli með fókus á þrjú Norðurlandamál: dönsku, sænsku og norsku. Það er tilraunaverkefni sem unnið verður með nemendum í 8. bekk í 15 skólum á  Norðurlöndum; Svíðþjóð, Finnlandi, Noregi, Íslandi, Danmörku, Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum frá ágúst til desember 2013. Markmiðið með verkefninu er að styrkja skilning nemenda á norðurlandamálum auk þess að vekja áhuga þeirra og forvitni á Norðurlöndunum í dag, menningu, náttúru og sögu landanna.

Nordens Dage er tilraunaverkefni sem þróað er af VIFIN (Videnscenter for Integration) i Vejle.

Notast verður við heimasíðu verkefnisins, www.nordensdage.nu, þar sem nemendur kynnast, tala saman, hjálpa hvert öðru með verkefni og fleira. Á þeirri heimasíðu verður líka að finna kennsluefni í formi texta, fagur- og fagbókmennta ásamt slóðum sem vísa á bíómyndir og tónlist.

Hápunktur verkefnisins verður þrjá daga í október 2013 en þá verður haldin samkeppni á heimasíðunni með áherslu á færniþættina í dönsku, norsku og sænsku. Samkeppninni er skipt niður í þrjá höfuðþætti: 1. Lestur og skilningur, 2. Tal og tónlist, 3. Tal og bíómyndir. Auk þess verður efnt til samkeppni í sögu Norðurlandanna, náttúru og menningu.

Kennararnir í skólunum sem taka þátt þurfa að skipuleggja tíma til að kynna verkefnið fyrir nemendum sínum í ágúst 2013 en ráða sjálfir hve mikinn tíma þeir nota í það. Þeir þurfa einnig að taka frá eina helgi til að hitta aðra kennara og byrja verkefnið í Kaupmannahöfn í september 2013. Dvölin verður ókeypis en ferðina þurfa skólarnir sjálfir að borga. I október 2013 verða verkefnadagar og þá þurfa kennarar að taka frá þrjá skóladaga sem fara alveg í verkefnið.

Nú leita skipuleggjendur verkefnisins að tveimur skólum á Íslandi til að taka þátt. Áhugasamir vinsamlegast sendið stjórn Félags dönskukennara línu.

Dette indlæg blev udgivet i Uncategorized. Bogmærk permalinket.