Jørn Lund, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Det Danske Sprog og Litteraturselskab, heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum miðvikudaginn 12. september kl. 16.
Í fyrirlestrinum gefur Jørn Lund yfirlit yfir þær viðamiklu breytingar sem hafa átt sér stað í dönsku málsamfélagi frá aldamótunum 1900 til dagsins í dag. Mállýskur eru á undanhaldi, orðaforðinn breytist og framburðurinn þróast mjög ört. Þess vegna veldur danskt talmál örðugleikum í norrænum samskiptum. En kjarni danskrar tungu er engu að síður norrænn og ritmálið helst að mestu leyti óbreytt.
Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og er öllum opinn.