Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, í samvinnu við Norræna húsið, efnir til málstofu um kennslu og rannsóknir á norrænum tungumálum dagana 27. og 28. maí nk. í Norræna húsinu kl. 9–15. Þar verða kynntar nýjar rannsóknir fræðimanna um norræn tungumál á aðgengilegan hátt.

Yfirskrift málstofunnar er „Tungumál, samskipti og menning á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum“. Umsjón með málstofunni hefur Randi Benedikte Brodersen, lektor í dönsku máli við Háskóla Íslands.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, á málstofuna alla eða einstaka fyrirlestra hennar. Sjá dagskrá í viðhengi.

Dette indlæg blev udgivet i Uncategorized. Bogmærk permalinket.