Kynning á Norden i Skolen

Norden i Skolen er nýtt samnorrænt kennslutæki á netinu sem býður kennurum og nemendum upp á alveg nýja möguleika við kennslu á norðurlandamálunum. Á vefsvæðinu má m.a. finna rafrænar tungumálaæfingar og –spil, norræna hjóðorðabók, gagnvirka málsögulega tímalínu, ljóð, stuttmyndir, smásögur, vinabekkjaleit, sýndarkennaraherbergi og margt fleira.

Thomas Henriksen, verkefnisstjóri, heldur kynningu á Norden i Skolen. Thomas leiðir gesti um vefsvæðið og útskýrir innihald þess og notkunarmöguleika.

[expand title=”Dagskrá” trigclass=”highlight”]

2 tímar   Kynning

  • sýndir er danskir textar, stuttmyndir og tónlistarmyndbönd.
  • kennslufræðilegar hugmyndir fyrir kennslu í dönsku, norsku og sænsku
  • nýja vinabekkjatólið

Hópavinna: þátttakendur nota vefsvæðið og ræða saman um notkunarmöguleika þess.

15 mín.  Kaffi og danskt góðgæti

45 mín.  Kynning á niðurstöðum úr hópavinnu

  • álit á innihaldi og notkunarmöguleikum vefsvæðisins
  • óskir um notkunarmöguleika í framtíðinni með þarfir dönsku-,                                     norsku-, og sænskukennara á Íslandi í huga

Hér má kynna sér Norden i Skolen. Norden i Skolen vefsvæðið opnar opinberlega í október.

[/expand] [expand title=”Í hnotskurn” trigclass=”highlight”]

Norden i skolen kynning

Staður og stund: Norræna húsið, mánudaginn 26. ágúst, kl. 13 -16 og Brekkuskóli á Akureyri, þriðjudaginn 27. ágúst, kl. 14:15 – 17

Markhópur: Kennarar og leiðbeinendur, en allir eru velkomnir

Verð: Ókeypis

Annað: Þáttakendur eru beðnir um að taka með sér tölvur ef kostur er á.

[/expand]

Frekari upplýsingar veita Stefán Vilbergsson hjá Norræna félaginu á netfanginu: stefan@norden.is og María Jónsdóttir hjá Norrænu upplýsingaskrifstofunni á Akureyri á netfanginu: mariajons@akureyri.is.

Tekið er við skráningum til kl. 12 föstudaginn 23. ágúst.

Dette indlæg blev udgivet i Uncategorized. Bogmærk permalinket.