Hver velur orðin sem glósuð eru og prófað er í?
Skipta þessi orð nemandann máli?
Hvernig væri að hafa glósuprófin þannig að
nemandinn velur sjálfur 10—15 orð sem hann/hún
telur sig hafa lært af undangenginni vinnu og sýni að
hann/hún skilur þau með því að semja setningu þar
sem orðið kemur fyrir?
Nemendur og kennari geta komið sér saman um
hvers konar orð nemendur eiga að leggja áherslu á:
alþjóðleg, nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, slangur . . .
Nemendur velja þá þau orð sem þeir vilja læra á
meðan á námsferlinu stendur.