Jørn Lund, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Det Danske Sprog og Litteraturselskab, heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum miðvikudaginn 12. september kl. 16.

Í fyrirlestrinum gefur Jørn Lund yfirlit yfir þær viðamiklu breytingar sem hafa átt sér stað í dönsku málsamfélagi frá aldamótunum 1900 til dagsins í dag. Mállýskur eru á undanhaldi, orðaforðinn breytist og framburðurinn þróast mjög ört. Þess vegna veldur danskt talmál örðugleikum í norrænum samskiptum. En kjarni danskrar tungu er engu að síður norrænn og ritmálið helst að mestu leyti óbreytt.

Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og er öllum opinn.

Udgivet i Uncategorized | Comments Off on

Nordens Dage – 8. bekkir í tveimur skólum á Íslandi -skemmtilegt verkefni haustið 2013.

Nordens Dage (Brev og kontrakt) er stafrænt, gagnvirkt kennsluferli með fókus á þrjú Norðurlandamál: dönsku, sænsku og norsku. Það er tilraunaverkefni sem unnið verður með nemendum í 8. bekk í 15 skólum á  Norðurlöndum; Svíðþjóð, Finnlandi, Noregi, Íslandi, Danmörku, Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum frá ágúst til desember 2013. Markmiðið með verkefninu er að styrkja skilning nemenda á norðurlandamálum auk þess að vekja áhuga þeirra og forvitni á Norðurlöndunum í dag, menningu, náttúru og sögu landanna.

Nordens Dage er tilraunaverkefni sem þróað er af VIFIN (Videnscenter for Integration) i Vejle.

Notast verður við heimasíðu verkefnisins, www.nordensdage.nu, þar sem nemendur kynnast, tala saman, hjálpa hvert öðru með verkefni og fleira. Á þeirri heimasíðu verður líka að finna kennsluefni í formi texta, fagur- og fagbókmennta ásamt slóðum sem vísa á bíómyndir og tónlist.

Hápunktur verkefnisins verður þrjá daga í október 2013 en þá verður haldin samkeppni á heimasíðunni með áherslu á færniþættina í dönsku, norsku og sænsku. Samkeppninni er skipt niður í þrjá höfuðþætti: 1. Lestur og skilningur, 2. Tal og tónlist, 3. Tal og bíómyndir. Auk þess verður efnt til samkeppni í sögu Norðurlandanna, náttúru og menningu.

Kennararnir í skólunum sem taka þátt þurfa að skipuleggja tíma til að kynna verkefnið fyrir nemendum sínum í ágúst 2013 en ráða sjálfir hve mikinn tíma þeir nota í það. Þeir þurfa einnig að taka frá eina helgi til að hitta aðra kennara og byrja verkefnið í Kaupmannahöfn í september 2013. Dvölin verður ókeypis en ferðina þurfa skólarnir sjálfir að borga. I október 2013 verða verkefnadagar og þá þurfa kennarar að taka frá þrjá skóladaga sem fara alveg í verkefnið.

Nú leita skipuleggjendur verkefnisins að tveimur skólum á Íslandi til að taka þátt. Áhugasamir vinsamlegast sendið stjórn Félags dönskukennara línu.

Udgivet i Uncategorized | Comments Off on Nordens Dage – 8. bekkir í tveimur skólum á Íslandi -skemmtilegt verkefni haustið 2013.

Septemberútgáfa af fréttabréfi Félags dönskukennara

Í septemberfréttabréfi Félags dönskukennara er greint frá

  • Starfi félagsins sem framundan er.
  • 40 ára afmæli Nordspråk.
  • Samkeppni sem efnt er til fyrir Sprogpiloter.
  • Áhugaverðu efni á Tungumálatorgi,  í Skímu og í dönskum fjöllmiðlum.
  • Minnst er dönskukennara sem létust á árinu. 
Udgivet i Uncategorized | Comments Off on Septemberútgáfa af fréttabréfi Félags dönskukennara

Sproghjælp fra Dansk Sprognævn

Ad eller af? Hans eller sin? Ligge eller lægge?
Dansk Sprognævns ”Sproghjælp” giver hjælp til de mest typiske sproglige udfordringer. ”Sproghjælp” kommer på app og på nettet, og med disse sproglige huskesedler kommer Dansk Sprognævn elever og lærere, kommatvivlere og andet godtfolk til sproglig undsætning.

”Sproghjælp” er 29 korte og hurtigt læste huskesedler om sprogrigtighedsemner og henvender sig især til elever i 7. til 9. klasse og på ungdomsuddannelserne. Men alle andre sproginteresserede – unge som ældre – kan have glæde af sproghjælpen. Sproghjælp kan hentes som app til mobilen og som pdf-fil på Dansk Sprognævns hjemmeside og sproget.dk.

Appen hedder Sproghjælp og er gratis. Den ligger både i App Store (iTunes) og på Android Market (Google play/ Android market). På dsn.dk/sproghjælp og sproget.dk findes Sproghjælp som pdf-filer lige til at printe.

Dette er en relansering av Huskesedlene fra Dansk Sprognævn som også ligger her (til lesing på pc og som printbare pdf-er): Råd og regler.

Sproghjælp er udviklet med midler fra regeringens sprogkampagne Gang i sproget 2009-2012.
Udgivet i Uncategorized | Comments Off on Sproghjælp fra Dansk Sprognævn

Kynning á dönskudeild Háskóla Íslands

Nú er búið að setja saman kynningarmyndband um dönskuna og reyndar fleiri greinar. Allt birt á youtube.

Udgivet i Uncategorized | Comments Off on Kynning á dönskudeild Háskóla Íslands

Fréttabréf Félags dönskukennara

Í aprílfréttabréfi Félags dönskukennara má lesa um:

  • Nýja námskrá
  • Námskeið fyrir dönskukennara á Glym
  • Námskeið grunnskólakennara á Schæffergården
  • Ráðstefna á vegum Enskukennarafélagsins
  • Tungumálaver
  • Námskeið í Færeyjum
  • Nokkrar krækjur
  • Áminningu um að greiða félagsgjöld
Udgivet i Uncategorized | Comments Off on Fréttabréf Félags dönskukennara

Minnisblað í kjölfar ráðstefnu FDK, föstudaginn 16.mars 2012

Námskráin í mótun: Nýtið tækifærið að hafa áhrif á mótun hæfniviðmiða á slóð http://tungumalatorg.is/ns-1 

  • Óskað er eftir tillögum frá kennurum í framhaldsskólum.  Botna þarf setninguna við lok grunnskóla á nemandi að geta … í öllum skráðum færniþáttum.

Jeppe Bundsgaard nefndi ýmsar hugmyndir að samþættingu við tækni.

  • Ýmsir kennarar hafa góða reynslu af forritinu Pixton. Þetta er form sem börn og unglingar þekkja.
[expand title=”Hér er viðbót við það sem Jeppe Bundsgård lagði til” trigclass=”highlight”]
  • Mail vu   er forrit á vefnum sem er einfalt í framkvæmd og vel til þess fallið að nemendur skili munnlegum verkefnum með mynd – einir sér eða pörum.  Það er góð reynsla af því í Tungumálverinu. Nemendur skila munnlegu heimaverkefni í þessu forriti.
  • Skrifa texta, birta hann og fá svar frá samnemendum. Á tungumálatorginu er verkefnið Nordlys sem byggir á hugmyndinni um að skrifa oft og stutt – og fá uppbyggjandi viðbrögð frá lesendum. Þar eru stutt verkefni fyrir byrjendur og lengra komna.    Þar eru verkefnin ýmist á norsku,  önnur á sænsku og svo auðvitað á dönsku. Allt í anda norrænu tungumálastefnunnar. Nordlys verkefnið er hægt að aðlaga bæði nemendum í grunn- og framhaldsskóla. Hægt er að hafa undirbúninginn í skólanum og innsetninguna heima (ef erfitt er að komast í tölvur).
  • Norden  eru verkefni sem nemendur geta unnið einir, í pörum og minni hópum. Þessi verkefni eru sett fram á öllum norrænu tungumálunum og koma því til móts við kröfu um að kynna nemendum skandinavísk og norræn mál.  Þau má einnig nota sem hugmyndir að umræðuefnum. Það gildir einnig um Samtalekort  frá farkennurum 2009 – 2010.  Hugmyndin nýtist á báðum skólastigum.
[/expand]

Lovísa Kristjánsdóttir, kennari við MH, talaði af þekkingu og reynslu um dyslexíu í erindi sínu „Það eru til ráð við öllu nema ráðaleysi“. Hvernig getum við sinnt framhaldsskólanemendum með dyslexíu á árangursríkan hátt? Á síðunni hennar eru upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur dyslexíu og tungumálanámi.

Guðrún Tinna Ólafsdóttir kynnti niðurstöður BA-ritgerðar sinnar: „Kan du lide dansk? En undersøgelse af unge islændinges holdning til danskfaget i folkeskolen. Fyrir hana fékk hún verðlaun 2011 í norrænni ritgerðasamkeppni á vegum Nordisk sprogkampagne.  

Morten Riber fjallaði um Dansk med danskere – om ægte kommunikation.

Anna Kristjana Ásmundsdóttir, dönskukennari í Flúðaskóla nefndi Sprogpiloterne sem margir dönsku, norsku og sænskukennarar hafa góða reynslu af.

Mette Håkansson, Rejselærer: Klassesprog.

Udgivet i Uncategorized | Comments Off on Minnisblað í kjölfar ráðstefnu FDK, föstudaginn 16.mars 2012

Ráðstefna Félags dönskukennara um dönsku og dönskukennslu

Dansk i dag

Tími: Föstudaginn 16. mars 2012 kl. 14:00 – 17:30
Staður: Háskólinn í Reykjavík
Stofa: M 105 
 
Dagskrá

14:00 Erna Jessen, formaður FDK setur ráðstefnuna.

14:05 Auður Torfadóttir, Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Lára R. Flosadóttir:  Samspil hæfniviðmiða og grunnþátta í aðalnámskrá erlendra tungumála.

14:20 Jeppe Bundsgaard, lektor i kommunikative kompetencer ved Danmarks Pædagogiske Universitetsskole ved Århus Universitet: Dansk med it.15: 10 Kaffihlé

15:30 Michael Dal, lektor á Menntavísindasviði: Nemendur i erlendum tungumálum og dyslexíu.

15.50 Guðrún Tinna Ólafsdóttir, mastersnemi í mannauðsstjórnun með BA gráðu í dönsku og kennslufræðum: Danska, leiðinleg mýta eða staðreynd? Viðhorf unglinga til dönsku á Íslandi.

16:10 Lovísa Kristjánsdóttir, dönskukennari í MH: „Það eru til ráð við öllu nema ráðaleysi“. Hvernig getum við sinnt framhaldsskólanemendum með dyslexíu á árangursríkan hátt?

16:30 Morten Riber, lektor í dönsku á Menntavísindasviði: Dansk med danskere – om ægte kommunikation.

16:50 Anna Kristjana Ásmundsdóttir, dönskukennari í Flúðaskóla: Það er gaman að vinna saman. Um samstarfsverkefni 10. bekkjar „De skandinaviske ambassadører”

17:10 Mette Håkansson, Rejselærer: Klassesprog17:30 Ráðstefnu slitið.

Fundarstjóri: Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri í Fellaskóla.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti í kaffihléi og léttar veitingar í lok ráðstefnunnar.
Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn, en 1000 kr fyrir utanfélagsmenn.
Skráning þátttöku er hjá Hildi Viggósdóttur: hildur@gardaskoli.is

Udgivet i Uncategorized | Comments Off on Ráðstefna Félags dönskukennara um dönsku og dönskukennslu

Skandinavísk tungumál í norrænu samstarfi: notkun, notagildi og viðhorf

Brynja Stefánsdóttir MA flytur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um samanburðarrannsókn sína á notkun, notagildi og viðhorfs til notkunar skandinavískra tungumála til samskipta í norrænu samstarfi. Litið var annars vegar  á íslenska stjórnsýslu og hins vegar á viðskiptalífið.

  • Tími: kl. 16:00
  • Dagur: miðvikudaginn 29. febrúar
  • Staður: stofa 101 í Odda.

Fyrirlesturinn er haldinn á íslensku og er öllum opinn.

Rannsóknir Brynju Stefánsdóttur sýna líkt og fyrri rannsóknir að mjög hátt hlutfall aðspurðra telja notagildi skandinavískra mála hátt í norrænu samstarfi, en þær staðfesta einnig grun um að enska sé mikið notuð.

Brynja leitast við að svara því hvenær og hvers vegna enska er notuð í norrænum samskiptum, þrátt fyrir að stór hópur sé sammála um mikilvægi skandinavísku tungumálanna.

Fyrirlestur Brynju byggir á mastersritgerðinni “Mellem nostalgi og realitet” sem var skilað við Háskólann í Kaupmannahöfn sumarið 2011.

Ritgerðin byggir á samanburðarrannsókn á notkun, notagildi og viðhorfs til notkunar skandinavískra tungumála til samskipta í norrænu samstarfi. Annars vegar var litið á íslenska stjórnsýslu og hins vegar á viðskiptalífið.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru skoðaðar með hliðsjón af fyrri rannsóknum (Delsings og Lundin-Åkeson, 2005, Hauksdóttir, 2005, Jørgensen, 2005, Kristiansen 2005, Óladóttir, 2005, Menntamálaráðuneytið, 2001), sem og skoðaðar út frá kenningum fræðimanna eins og Duranti & Goodwin (1992), Grice (1989),  Blommaert (2005),  Foucault (1980, 1986), Ushioda’s (2009), Dörnyei’s (2009), Larsen-Freeman (2002, 2007a, 2007b), Kramsch (2008), Blommaert & Rampton (2011).

Udgivet i Uncategorized | Comments Off on Skandinavísk tungumál í norrænu samstarfi: notkun, notagildi og viðhorf

PAXEL123

Vakin er athygli á náms- og leikjavefnum paxel123.com sem er með móðurmáls- og stærðfræðileiki fyrir börn frá ca. 4 ára.

Verkefnið hefur hlotið styrki m.a. frá Nordplus sprog og kultur og stuðlar að grannmálsskilningi barna í  Danmörku, Svíþjóð og Noregi læri örlítið í tungumáli hvers annars og geti haft samskipti sín í milli. Vefurinn er öllum opinn og gjaldfráls.

Udgivet i Uncategorized | Comments Off on PAXEL123