Hlutverk taugafruma

Barn fæðist með allar taugafrumur sem til þarf en þær breiða úr sér og tengjast sín á milli.

Við tveggja ára aldur er heilinn álíka virkur og hjá fullorðnum og við þriggja ára aldur er hann tvisvar sinnum virkari. Heilinn losar sig við tengingar sem ekki eru nýttar eða svið sem fá ekki endurtekna reynslu. Nám og reynsla halda áfram að hafa áhrif á uppbyggingu heilans og breyta náttúrulegri formgerð hans.

Við fjögurra ára aldur er heilinn orðinn töluvert mótaður. Milli fjögurra og sjö ára aldurs verður allt í einu vaxtarstökk í hægra heilahveli og aftur milli níu og tólf ára aldurs en þá í vinstra heilahveli. Eftir tólf ára aldur er brúin (corpus callosum) milli heilahvelanna orðin þroskuð og heilinn tilbúinn að höndla abstrakt hugsun (13-15 ára).

Fjöldi taugafruma helst sá sami allir ævi en tengingar milli heilasellna verða flestar fyrstu æviárin. Ný taugamót halda áfram að myndast fyrir tilstilli náms.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI
Heimildir

Ásta Bryndís Schram. (2007). Rannsókn á tengslum markvissrar tónlistarþjálfunar við framför í lestri og stærðfræði í 2. – 3. bekk grunnskóla. Meistaraprófsritgerð lögð fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun. Akureyri: Háskólann á Akureyri.
Sótt af: http://skemman.is/stream/get/1946/1308/3774/1/%C3%81sta_Schram_heild.pdf
Committee on Developments in the Science of Learning with additional material from the Committee on Learning Research and Educational Practice, National Research Council 2000. How People Learn: Brain, Mind, Experience, and School: Expanded Edition. The National Academies Press. Washington, D.C. Sótt af: http://www.nap.edu/openbook.php?record_id=9853&page=R9