Dæmi: Allt um kóngulær

Í skipulagstöflunni fyrir þekkingarramma hér á eftir er viðfangsefnið „Allt um kóngulær“. Þar er sýnt hvernig þekkingarsamsetning, hugsunarhæfni og málleg uppbygging tengjast. Til dæmis, ef grunngerð textans er í tímaröð, verður þekkingarsamsetningin í samfellu (röð). Nemendur verða að skilja og hafa vald á tungutaki samfellunnar, hvernig orða skuli tímatengslin milli viðburða og lýsa þrepunum í ferli.  Dæmið um samfellu í töflunni er ævihringur kóngulóarinnar.

[issuu viewMode=singlePage width=300 height=212 shareMenuEnabled=false backgroundColor=%23222222 documentId=111026184549-959d20509866460c8ea2f36922a9b909 name=allt_um_k_ngul_r__ekkingarrammi_mohans_texti username=isfold id=b6026644-0d82-6d25-4461-62dca461eaf6 v=2] Skoðið þekkingarrammann hér til vinstri.
Prentið út hér.

Þegar slíku ferli er lýst í námsbók er það oft óaðgengilegt fyrir nemendur með annað tungumál sem þurfa fleiri sjónrænar vísbendingar um samhengi til að ráða í sértækan orðaforða innihaldsins og oft flókna  setningagerð fræðamálsins.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
English as a Second Language. Guide to Implementation. Kindergarten to Grade 9. (2007). Edmonton: The Minister of Education. Alberta, Kanada.
Sótt af: http://education.alberta.ca/media/507659/eslkto9gi.pdf
Mohan, B. (2001). The second language as a medium of learning. Í Candlin, C. N., Mohan, B., Leung, C., og Davison, C. (ritstj.), English as a Second Language in the Mainstream: Teaching, Learning and Identity, 107-126. Harlow, England: Longman, Pearson Education.