Hjálpargögn til að efla sjálfstæði nemenda

Fyrir nemendur með annað tungumál  veita myndrænir skipuleggjarar sjónrænan hlekk á milli tungumáls og innihalds.  Myndrænir skipuleggjarar hjálpa annars tungumáls nemendunum að skilja meginhugmyndina og minnka álagið á skammtímaminnið. Nauðsynlegt er að þjálfa nemendur til að vinna með myndræna skipuleggjara. Hér fyrir neðan má lesa um hvernig það er gert.

Um að þjálfa nemendur í notkun myndrænna skipuleggjara í námi.
[issuu width=300 height=212 shareMenuEnabled=false backgroundColor=%23222222 documentId=111026225627-ef90cb2858b748e191b20031f1f2ba1d name=_j_lfun_nemenda___notkun_myndr_nna_skipuleggjara1 username=isfold id=88f75a4d-7462-a4e3-c362-659bddabe308 v=2]
Prentið út hér

Leiðarbók er skráningarferli í námi og kennslu. Þegar ákvörðun er tekin um að nota leiðarbækur þarf að koma skýrt fram hvers vegna og hvernig á að nýta þær. Nemendur sem hafa vanist því að nota leiðarbækur í tungumálnámi hafa orðið betri í viðkomandi máli með því að nota þær markvisst. Leiðarbókin hjálpar til við skipulagningu og gefur yfirsýn og eflir ábyrgð nemenda á eigin námi.

Um að þjálfa nemendur í notkun leiðarbóka í námi.
[issuu width=300 height=212 shareMenuEnabled=false backgroundColor=%23222222 documentId=111026223813-2d52f160d2a74b938a568d16edc18e8c name=lei_ab_k username=isfold id=f311780b-9bfc-cb52-be1b-167da5599173 v=2]
Prentið út hér.
Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
Dam, L. (1999). Logbøger og elevmapper i sprogundervisningen. Sprogforum nr. 15.
English as a Second Language. Guide to Implementation. Kindergarten to Grade 9. (2007). Edmonton: The Minister of Education. Alberta, Kanada.
Sótt af: http://education.alberta.ca/media/507659/eslkto9gi.pdf
Mohan, B. (2001). The second language as a medium of learning. Í Candlin, C. N., Mohan, B., Leung, C., og Davison, C. (ritstjórar), English as a Second Language in the Mainstream: Teaching, Learning and Identity, 107-126. Harlow, England: Longman, Pearson Education.