Tæki til greiningar á millimáli í íslensku sem öðru máli

Kenningin um millimál býður upp á sveigjanlegt og markvisst nám þar sem auðveldara verður að koma til móts við nemendur.

Til að greina þróunina þurfa kennarar ramma til að vinna út frá. Ýmsar kenningar hafa áhrif á framsetningu hagnýtrar málfræði og kennslu beygingarmála. Ein slík kenning er úrvinnslukenning Piennemans sem erlendir fræðimenn hafa beitt í rannsóknum á máltöku annars máls hjá börnum og fullorðnum í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Japan, Þýskalandi, Ástralíu og í Háskóla Íslands.
Kenningin skýrir af hverju annað tungumál þróast stig af stigi. Allir fara í gegnum ákveðin stig í röð sem er óháð móðurmáli eða ytri þáttum. Málfræðin þróast í samræmi við þann orðaforða sem nemandinn lærir. Alltaf er miðað við úrvinnslu nemandans út frá mismunandi tilbrigðum á milli einstaklinga. Þróun máltöku og þar með millimáls virðist vera samspil á milli annars vegar kerfisbundinnar nálgunar og hins vegar næmis fyrir því stigi sem nemandinn er á.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI
Heimildir

Pallotti, G. (2010). Doing interlanguage analysis in school contexts. Eurosla Monograhs Series 1. Communicative proficiency and linguistic development: intersections between SLA and language testing research. Í Bartning, I.  Martin, M. Vedder, I. (ritstj.) 159-190. University of Modena and Reggio Emilia European Second Language Assositation.
Laursen, H. P. (2007). Intersprogsanalyse og andesprogspædagogik. Københavns kommune: CVUKøbenhavn & Nordsjælland /uc2.
Håkansson, G. (2001). Against Full Transfer – evidence from Swedish learners of German. Lund University, Dept. of Linguistics Working Papers 48. 67-86.
Håkansson, G., Salameh, E. K. Nettelbladt, U. (2003). Measuring language development in bilingual children: Swedish-Arabic children with and without language impairment. Linguistics 41-2, 255-288.
Kawaguchi, S. (2009).  Acquiring Causative Constructions in Japanese as a Second Language. The Journal of Japanese Studies. 29. 2, 273-291.
Ragnhildur Þórarinsdóttir. (2009). Úrvinnslukenning Pienemanns. Tileinkunarstig í millimáli Tomma. Ritgerð til BA prófs. Reykjavík: Háskóli Íslands.