Mikilvægi orðhlutafræði

Orðhlutafræði er öflugt tæki til að flýta fyrir orðaforðanámi. Orðaforði snýst um þekkingu á merkingu orða. Orðhlutafræði snertir þekkingu á byggingu orða. Orðhlutavitund og orðaforði eru nátengd vegna þess að nemendur geta beitt orðhlutavitund við sundurgreiningu orða, brotið niður flókin samsett orð til að skilja óþekkt orð. Á miðstigi er orðhlutavitund og þá sérstaklega greining afleiddra orðhluta mikilvæg (með afleiðslu er átt við að orðstofn eða rót í málinu fái annað hvort framan á sig forskeyti eða aftan á sig viðskeyti) og getur skipt sköpum við að hjálpa nemendum að skilja það sem þeir lesa. Þetta tæki er sérstaklega gagnlegt fyrir nemendur með annað tungumál til að skilja texta í náttúrufræði, samfélagsfræði og bókmenntum.

Í ágúst 2011/AG

CC-LEYFI

Heimildir
Apel, K., Thomas-Tate, S. (2009). Morphological Awareness Skills of Fourth-Grade African American Students. Language, speech, and hearing services in schools. 40,  312–324.
Cain, K. (2010). Reading Development and difficulties. 5. kafli. Great Britain: Blackwell Publishing Ltd.
Carlisle, J. F. (2007). Fostering morphological processing, vocabulary developement, and reading comprehension. Í R. K. Wagner, A. E. Muse og K. R. Tannenbaum (ritstj.), Vocabulary acquisition: Implications for reading comprehension. 78–103. New York: The Guilford Press.
Diaz, I. (2009). The Effect of Morphological Instruction in Improving the Spelling, Vocabulary, and Reading Comprehension of High School English Language Learners (ELLs). A Dissertation Presented to the Faculty of the College of Education of TUI University in Partial Fulfillment of the Requirements for the Degree of Doctor of Philosophy in Educational Leadership. California: TUI University Cypress.
Freyja Birgisdóttir. (2010). Kennsla um orðhluta eykur orðskilning nemenda á yngsta stigi grunnskólans. Uppeldi og menntun. 19 (1.-2. hefti), 33-50.
Lesaux, N. K., Kieffer, M. J., Faller, S. E., Kelley, J. G. (2010). The Effectiveness and Ease of Implementation of an Academic Vocabulary Intervention for Linguistically Diverse Students in Urban Middle Schools. Research Quarterly. 45(2), 196–228.