Móðurmál

.

Í öllum tungumálum virðast börn læra móðurmálið eftir sama munstri, en mikill munur er á því hve hratt þau læra málið.

.

Mikilvægt er að taka tillit til áhrifaþátta: erfða, umhverfis, félagslegra og menningarlegra aðstæðna. Börn verða að tengjast fullorðnum tilfinningalega og mikilvægt er að tala við börn og lesa fyrir þau. Málörvun hefur greinilega áhrif á þann orðaforða sem barnið lærir að beita. Þó svo að málörvun frá umhverfinu skipti máli er meðfæddur máltökubúnaðar barnsins þýðingarmikill til að læra og uppgötva mál, því málfræðin sprettur fram hvort sem mikið eða lítið er talað við börnin.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI
Heimildir

Hrafnhildur Ragnarsdóttir (2004). Málþroski barna við upphaf skólagöngu. Sögubygging og samloðun í frásögnum 165 fimm ára barna – almenn einkenni og einstaklingsmunur. Uppeldi og menntun, 13(2):9-31).
Sigríður Sigurjónsdóttir. (2000). Nokkur orð um máltöku barna. Uppeldi: Tímarit um börn og fleira fólk, 13 (3):30-33.
Sigríður Sigurjónsdóttir. (2011). Máltaka barna og meðfæddur málhæfileiki. Hugrás. Vefrit hugvísindasviðs. Sótt af: http://www.hugras.is/2011/06/maltaka-barna-og-medfaeddur-malhaefileiki/
Karmiloff, K. & Karmiloff-Smith, A. (2001). Pathways to Language. From fetus to adolescent. Cambridge: Harvard University Press.