Námsörðugleikar?

Börn sem læra íslensku sem annað mál standa frammi fyrir fjölmörgum erfiðleikum tengdum námi, ekki síst vegna misskilnings fullorðinna sem láta glepjast af færni í framburði og grunnorðaforða. Það virkar eins og gríma og afvegaleiðir fullorðna gagnvart þeirri staðreynd að orðaforðinn er mjög takmarkaður.

Flest börn sem læra íslensku sem annað mál verða „subtractive bilinguals“ sem þýðir að nýja málið nær á endanum yfirhöndinni að því er varðar samskipti utan heimilis og í fræðilegum tilgangi í skólanum. Þetta þróunarferli gerist hratt þegar þau byrja í skóla og einskonar móðurmálsmissir verður. Nemendur eru staddir í tungumálalimbói akkúrat á því skeiði þegar þeir eru að taka sín fyrstu skref í lestrarnámi í 2. bekk. Nemendur eiga yfirleitt auðvelt með að ná lestrartækni og hraða og vandi þeirra kemur oft ekki í ljós fyrr en í 4. bekk.

Ef kennarar grípa ekki kröftuglega inn á fyrstu árum skólagöngunnar til að auka  orðaforða nemenda  eykst vandinn hratt og verður að lokum óyfirstíganlegur í lok grunnskóla.

Kennarar þurfa að vera á varðbergi gagnvart börnum sem eiga auðvelt með umskráningu (að tengja hljóð og staf) og hafa íslensku sem annað mál. Ekki má sleppa af þeim hendinni í lok 2. bekkjar þegar þau hafa náð tæknilegum tökum á lestri því þau munu eiga í vanda í 5. eða 6. bekk og eru þá sett í sérkennslu.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
August, D., Carlo, M., Dressler, C., & Snow, C. (2005). The critical role of vocabulary
development for English language learners. Learning Disabilities Research and Practice, 20(1), 50-57.
Calderón, M. (2009). Professional Development. Continuing to Understand How to Teach Children from Diverse Backgrounds. Í Morrow, L.M., Rueda, R. og Lapp, D. (ritstj.).  Handbook of Research on Literacy and Diversity, 413-429. New York: The Guilford Press.
J. Samson og N.K. Lesaux „Language Minority Learners in Special Education: Rates and Predictors of Identification for Services.“ Journal of Learning Disabilities. 2009. Sótt af: http://ldx.sagepub.com/content/42/2/148.abstract
Lesaux, N.K.  Rupp, A.A. og  Siegel L.S. (2007). Growth in Reading Skills of Children from Diverse Linguistic Backgrounds: Findings from a 5-Year Longitudinal Study. Journal of Educational Psychology. 2007. Sótt af: http://eric.ed.gov/ERICWebPortal/search/detailmini.jsp_nfpb=true&_&ERICExtSearch_SearchValue_0=EJ781284&ERICExtSearch_SearchType_0=no&accno=EJ781284
Lipka, O. Lesaux, N. K. og Siegel. L. S. Retrospective Analyses of the Reading Development of a Group of Grade 4 Disabled Readers: Risk Status and Profiles over 5 Years.“ Journal of Learning Disabilities. 2006. Sótt af: http://ldx.sagepub.com/content/39/4/364
Lundberg, Ingvar. (2002). Second Language Learning and Reading with the Additional Load of Dyslexia. Annals of Dyslexia, Vol. 52, 165-187.
Roessingh, Hetty. Elgie, Susan. (2009). Early Language and Literacy Development Among Young English Language Learners: Preliminary Insights from a Longitudinal Study. TESL Canada Journal. 26: 2.