Þættir sem skipta máli í kennslu orðaforða

Þrír þættir eru afgerandi samkvæmt þeim fáu rannsóknum sem finnast um kennslu orðaforða annars máls sl. 25 ár. Sameiginleg niðurstaða þeirra er að kennsla orðaforða sé skilvirkust þegar áhersla er lögð á að vinna með dýpri merkingu orðsins, tíðar endurtekningar þess og að það sé notað í mismunandi málsniðum.

Eftirfarandi þættir skipta einnig máli:

1. Nemendur þurfa að þjálfa munnlega færni sína bæði í fyrsta og öðru tungumáli.
2. Nemendur þurfa að ná góðum tökum á grunnorðaforða í nýja tungumálinu, bæði munnlegum og lestrarorðaforða.
3. Ílag þarf að vera fjölbreytt og margs konar.
4. Kenna þarf einstök orð með beinni kennslu. Kennarar ættu að útbúa skýra, notendavæna skilgreiningu og sýna hana með myndum eða í verki eða á annan sýnilegan hátt.
5. Hlúa þarf að meðvitund um orð, kenna nemendum mikilvægi þess hve orð skipta miklu máli.
6. Nemendur þurfa að ná tökum á mismunandi aðferðum til að læra orðaforða.
7. Skipuleggja þarf aðferðir sem þjálfa sjálfstæði nemenda.
Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
August, D., Carlo, M., Dressler, C., & Snow, C. (2005). The critical role of vocabulary development for English language learners. Learning Disabilities Research & Practice, 20(1), 50–57.
Goldenberg, C. (2008). Teaching English language learners: What the research does—and does not—say. American Educator, 32(2), 8-22, 42-44. Sótt af: http://www.aft.org/pubs-reports/american_educator/issues/summer08/goldenberg.pdf
Graves, M.F. (2006). The Vocabulary Book: Learning and Instruction. New York: Teachers College Press.
Taffie, S. W., Blachowicz C. L. Z., og Fisher, T. J. (2009). Vocabulary Instruction for Diverse Students. Í Morrow, L.M., Rueda, R. og Lapp, D. (ritstjórar), Handbook of Research on Literacy and Diversity, 320-336. New York: The Guilford Press.
Pérez, E. (1981). Oral language competence improves reading skills of Mecican American third graders. The Reading Teacher, 35(1), 24-27.
Roessingh, H., Elgie, S. (2009). Early Language and Literacy Development Among Young English Language Learners: Preliminary Insights from a Longitudinal Study. TESL Canada Journal, Volume 26, Issue 2, 24 – 459.
Ross, S. G. (2009). Promoting Fluency in English Language Learners: The Effects of a Small-Group and a One-On-One Reading Intervention. Master of Science Psychology Raleigh, North Carolina. Sótt af: http://repository.lib.ncsu.edu/ir/bitstream/1840.16/358/1/etd.pdf

<!–[if gte mso 9]> <![endif]–><!–[if gte mso 9]> Normal 0 21 false false false IS X-NONE AR-SA <![endif]–><!–[if gte mso 9]> <![endif]–>

Roessingh, Hetty., Elgie, Susan. (2009). Early Language and Literacy Development Among Young English Language Learners: Preliminary Insights from a Longitudinal Study. TESL Canada Journal, Volume 26, Issue 2, 24 – 459.

Ross, Sarah Gwen. (2009). Promoting Fluency in English Language Learners: The Effects of a Small-Group and a One-On-One Reading Intervention. Master of Science Psychology Raleigh, North Carolina. Sótt 1. desember 2010 af http://repository.lib.ncsu.edu/ir/bitstream/1840.16/358/1/etd.pdf