Vorið 2009 lagði Hulda Karen Daníelsdóttir fyrir könnun í grunnskólum vítt og breitt um landið. Tilgangur könnunarinnar var að safna upplýsingum um vinnuna sem unnin er í skólunum vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál og veita sérfræðingum möguleika á að nýta niðurstöður hennar í þjónustu við skólana.
Niðurstöður könnunarinnar eru fróðlegar og munu nýtast við stefnumótun og skipulagningu á móttöku, námi og kennslu nemenda sem læra íslensku sem annað tungumál og einnig aðlögun þeirra og hinna sem fyrir eru að breyttu skólasamfélagi.
- Nemendur með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum
– upplifun fagfólks skólanna (skýrsla og glærukynning)