Nemendum, sem hafa annað móðurmál en íslensku, hefur fjölgað mjög í íslensku skólakerfi undanfarin ár. Íslenskukennarar þurfa nú bæði að vera færir um að kenna íslensku sem móðurmál og sem annað mál, auk þess sem þeir þurfa að kunna að bregðast við nemendum sem eru börn íslenskra foreldra en hafa alist upp að mestum hluta erlendis. Þessi nýi nemendahópur kallar á aukna og breytta menntun íslenskukennara sem þurfa nú bæði að hafa sérþekkingu á íslensku máli og bókmenntum og vera færir um að kenna íslensku sem annað mál. Til að geta sinnt þörfum þessa nemendahóps þarf kennari meðal annars að hafa sérfræðiþekkingu á íslenskri málfræði, kennslufræði íslensku sem annars máls og á málvísindum eða almennri tungumálakennslu (Íslensk málstefna. Mennta- og menningarmálaráðuneyti 2009. Tillögur íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu samþykktar á Alþingi 12. mars 2009).
Nýtt efni hefur litið dagsins ljós á vefnum íslenska sem annað mál, í anda íslenskrar málstefnu. Höfundur efnis er Anna Guðrún Júlíusdóttir, nýbúakennari og ráðgjafi í grunnskólum Seltjarnarness. Velferðarráðuneytið, þróunarsjóður innflytjendamála, gerði verkefnið að veruleika með því að veita veglegan styrk.
Megináhersla er lögð á að færa kunnáttu sérfræðinga og fræðimanna á vefsíðurnar í stuttum og hnitmiðuðum texta. Ýmis verkfæri eru kynnt sem beita má í kennslu og sýnd eru dæmi um inngrip til að efla orðaforða og kunnáttu nemenda í íslensku sem öðru máli. Það er ósk okkar að kennarar geti miðlað hugmyndum og námsefni á vefinn í takt við hugmyndafræði efnisins, eða komið með nýjar hugmyndir.
[issuu width=300 height=212 embedBackground=%239e534f backgroundColor=%23222222 documentId=111021203125-d0b113b8a43d4aa79cb1d830aadbbc00 name=_rvinnslukenning_piennemans username=isfold id=17757b8e-c0c0-c645-f1b9-2644ae4e8e7e v=2] | Sýnishorn af efni á vefnum: Þróun máltöku annars máls. Úrvinnslukenning Piennemans – sex stig í þróun annars máls. |
[issuu width=300 height=106 embedBackground=%2396a87d shareMenuEnabled=false backgroundColor=%23222222 documentId=111027001212-6b88b397643249d5893287bf9954aa74 name=t_matafla_hrafnkelssaga_freysgo_a username=isfold id=b40228b5-119d-99bc-a474-5bacd970e2ef v=2] | Bókmenntir. Myndræn framsetning: Tímalína. Íslendingasögurnar, Hrafnkels saga Freysgoða. |