Tilnefnið konur af erlendum uppruna
Verkefnið Heimsins konur á Íslandi (vinnuheiti) miðar að því að gera framlag kvenna af erlendum uppruna til íslenskrar menningar og samfélags sýnilegt. Gefin verður út viðtalsbók um þátttöku kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og samhliða útgáfu hennar verður sett upp ljósmyndasýning og vefur. Með framlagi til íslensks samfélags er átt við hvers konar jákvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er nánasta umhverfi (svo sem á vinnustað, í tilteknum hópi eða nærumhverfi), eða í stærra samhengi.
Sjá nánar og tilnefnið hér