Skáldverk íslenskra höfunda á ýmsum tungumálum.

Hrafnkel's Saga and Other Icelandic StoriesÞegar nemendur koma til landsins, setjast á íslenskan skólabekk og kunna lítið í íslensku er mikilvægt að virkja þá við nám með ýmsu móti. Hér ræður hugmyndaflugið miklu!
Mörg skáldverk íslenskra rithöfunda hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. Á gegni.is er hægt að finna hvaða bækur hafa verið þýddar.
Ef tiltekin bók er kennd í íslenskum bekk getur nýi nemandinn fylgst með efni bókarinnar á sínu tungmáli. Til dæmis ef kennarinn les efnið upphátt fyrir nemendur sína.

  • Allar Íslendingasögurnar eru til á ensku og margar eru til á öðrum tungumálum.
  • Hrafnkelssaga er til í vasaútgáfu á ensku.
  • Gísla saga Súrssonar er t.d. til á pólsku.
  • Gunnlaugssaga Ormstungu er til á pólsku, spænsku, rússensku og ítölsku.
  • Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson er oft kennd í 10. bekk, bókin hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál.

Hér á eftir kemur listi yfir nokkra höfunda sem hafa verið þýddir á önnur tungumál og grunnskólanemendur af erlendum uppruna gætu haft gagn og gaman af að lesa. Listinn er ekki tæmandi.

  • Einar Már Guðmundsson
  • Einar Kárason
  • Arnaldur Indriðason
  • Yrsa
  • Stefán Jónsson
  • Jakobína Sigurðardóttir
  • Guðlaugur Arason
  • Ármann Kr. Einarsson
  • Vilborg Dagbjartsdóttir
  • Andri Snær Magnason

Einnig má nefna að ævintýri danska skáldsins H.C. Anderssen hafa verið þýdd á fjöldamörg tungumál.
á þessum vef: http://www.logoslibrary.eu/pls/wordtc/new_wordtheque.main_bimbi?lang=en
er hægt að finna sögurnar á ýmsum tungumálum.

This entry was posted in Fjölmenning, Kennsla, Móðurmálið and tagged , , . Bookmark the permalink.